Nánari upplýsingar
Viltu vita meira um geymsluferlið?
Spurt & svarað
Til að leigja geymslu getur þú haft samband í síma 7906070 eða sent tölvupóst á geymt@geymt.is og við finnum réttu geymsluna handa þér. Áhugasamir geta einnig mætt á staðinn og hringt til að skoða mismunandi stærðir.
Leigutakar ganga svo frá samningum með rafrænum hætti og geta leigt geymslu samdægurs. Það tekur enga stund. Að samningi loknum, úthlutum við þér aðgangskóða. Þú læsir svo geymslunni með þínum hengilás.
Kostnaður við að leigja geymslu fer eftir stærð og staðsetningu. Verð fyrir geymslu er frá 6.995 kr. á mánuði.
Leigutökum gefst kostur á að greiða leiguna með kreditkorti eða í gegnum heimabankann.
Leigt er í heilum mánuðum frá þeim degi sem flutt er inn í geymsluna.
Við bjóðum upp á afslætti ef leigutaki gerir bindandi samning í 6 eða 12 mánuði.
Í Miðhrauni 4 er aðgengi allan sólarhringinn.
Á Stálhellu er aðgengi alla daga á milli 9:00 til 21:00
Það er hreyfiskynjari inni í hverri geymslu sem er tengdur samsvarandi aðgangskóða (ef farið er inn í geymsluna án þess að kóðanum sé stimplað inn fyrst, þá er okkur gert viðvart). Unnið er að uppsetningu kerfisins á Stálhellunni; fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband.
Einnig eru öryggismyndavélar á göngunum og gerum við okkar besta að tryggja öryggi leigutaka. Engin trygging er innifalinn í leigunni; best er að hafa samband við þitt tryggingafélag og láta vita að þú sért að geyma hjá okkur.